Ævintýrið um íslensku hitaveituna

Lífæðar landsins - A podcast by Lífæðar landsins

Yfir 90% húsa á Íslandi eru hitaveituvædd, þ.e.a.s. hituð upp með jarðhita. Þessu tökum við sem sjálfsögðum hlut á hverjum einasta degi. En í raun er það einstakt á heimsvísu að heil þjóð nýti sér þennan orkugjafa til húshitunar og það er ótrúlega stutt síðan hún kom til sögunnar. Það hvernig hitaveitan varð til er ævintýri líkast og sagan er rakin í þessum þætti. Viðmælandi þáttarins er Stefán Pálsson, sagnfræðingur.