Langþráða hitaveitan á Akureyri
Lífæðar landsins - A podcast by Lífæðar landsins

Categories:
Leit að heitu vatni til hitaveituvæðingar á Akureyri stóð yfir í áratugi og þegar það loksins fannst var hitaveitan lögð í bæinn á ótrúlega skömmum tíma með tilheyrandi raski. Enn þann dag í dag er það stór áskorun að sjá íbúum fyrir heitu vatni til framtíðar. Í þessum þætti rifjum við upp þá daga þegar hitaveita kom loksins til sögunnar á Akureyri og veltum fyrir okkur stöðu hennar og framtíð.