Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Diljá Ýr Zomers eru tvær af þeim 23 sem valdar voru í EM-hóp Íslands. Þær eru á leið til Sviss um helgina og mótið hefst í næstu viku. Þær eru jafnaldrar og léku upp alla yngri flokkana saman með FH. Báðar stigu þær sín fyrstu skref í meistaraflokki með Fimleikafélaginu áður en þær fóru mismunandi leið. Núna eru þær saman í landsliðinu sem er á leið á stórmót; Karólína er að fara á sitt annað mót og Diljá sitt fyrsta. Þær settust niður með fréttamanni Fótbolta.net í Serbíu í dag og ræddu um ýmislegt; Yngri flokkana í FH, Evrópumótið og framtíðina meðal annars. Auðvitað ræddu þær líka um mynd sem þær settu á samfélagsmiðla á dögunum sem sýnir hvað þær eru komnar langt.