Fátæk börn

Fátækt fólk - A podcast by RÚV

Categories:

Fyrst þegar Mikael Torfason hitti Thelmu, fyrir tæpu ári síðan, bjó hún í tveggja herbergja íbúð á vegum Féló. Hún var samt með þrjú börn og húsnæðislausan bróður á sófanum. Svo varð hún ólétt af sínu fjórða barni, varla orðin 25 ára sjálf. Í dag er hún komin í betra húsnæði og þakkar fyrir hverja viku sem hún sleppir við að heimsækja Mæðrastyrksnefnd.