#475 Lilja D. Alfreðsdóttir -Hagsmunir Íslands í öndvegi verði Lilja formaður Framsóknar

Ein Pæling - A podcast by Thorarinn Hjartarson

Categories:

Þórarinn ræðir við Lilju Dögg Alfreðsdóttir um stöðu Framsóknar, stjórnmálin á Íslandi, hælisleitendamál, verðbólgu á Íslandi, fæðingartíðni, gildi, menningu og menntamál og menntamálaráðherra.Lilja segir að Framsóknarflokkurinn myndi breytast töluvert undir hennar stjórn. Flokkurinn yrði bæði meira hugmyndafræðilegur en einnig myndi Lilja vilja að flokkurinn myndi einbeita sér að hagsmunu Íslands og Íslendinga.Hún hefur áhyggjur af fæðingartíðni og segir hælisleitendakerfið í þeirri mynd sem það er í dag algerlega ónýtt. Hún segir að Íslendingar hafi þurft að hafa fyrir því að móta þau gildi sem hér eru við lýði og að hún sé ekki tilbúin að gefa neinn afslátt í þeim efnum.Menntamálin eru einnig rædd en Lilija segir að þar þurfi augljóslega að gera breytingar. Hún telur að auka þurfi við verkefni á borð við Kveikjum neistann undir leiðsögn Hermundar Sigmundssonar.- Hvað vill Lilja gera í hælisleitendamálum?- Hver verður næsti formaður Framsóknar?- Hvað finnst Lilju um nýjan menntamálaráðherra?Þessum spurningum er svarað hér.